fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Svíþjóð – Tvær sprengjur sprengdar og ungur maður skotinn

Pressan
Föstudaginn 17. febrúar 2023 05:36

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur maður var skotinn mörgum skotum í stigagangi fjölbýlishúss í suðurhluta Stokkhólms í gærkvöldi. Hann særðist alvarlega en er ekki talinn í lífshættu. Tvær sprengjur sprungu með 24 mínútna millibili í Södertälje í nótt.

Maðurinn, sem var skotinn, er á þrítugsaldri að sögn Aftonbladet sem segir að hann hafi verið skotinn mörgum skotum. Hann er sagður hafa verið með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Talsmaður lögreglunnar sagði að samkvæmt upplýsingum sem hann hefði fengið sé maðurinn ekki í lífshættu.

Tveir hafa verið handteknir, grunaðir um morðtilraun. Þeir eru báðir á þrítugsaldri að sögn talsmanns lögreglunnar. Þeir eru sagðir hafa flúið af vettvangi á rafmagnshlaupahjólum en komust ekki langt því þeir voru handteknir þar sem þeir voru í felum í stigagangi annars fjölbýlishúss, ekki langt frá vettvangi árásarinnar.

Aftonbladet segir að skotárásin tengist átökum glæpagengja.

Í Södertälje sprungu tvær sprengjur með 24 mínútna millibili á öðrum tímanum í nótt.  Aðeins eru nokkur hundruð metrar á milli staðanna þar sem þær sprungu. Aftonbladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að sprengjurnar hafi sprungið við einbýlishús og að fólk hafi verið innandyra.  Enginn slasaðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi