Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að samkomulag hafi náðst milli deiluaðila um að öllum verkfallsaðgerðum Eflingar verði frestað til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar. Hefur frestunin þegar tekið gildi. Vísir.is greinir frá þessu.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari greindi frá þessu klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. Fundi milli SA og Eflingar hefur nú verið slitið og verður viðræðum haldið áfram í fyrramálið. Með samkomulaginu er öllum verkfallsaðgerðum Eflingar frestað til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar næstkomandi. Frestunin tekur þegar gildi.