Þetta sagði Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins, í samtali við Financial Times. „Það er nær útilokað fyrir Rússa að ná pólitískum markmiðum sínum með hernaðarmætti. Það er ólíklegt að þeir sigri Úkraínumenn. Það mun ekki gerast,“ sagði hann.
Á hinn bóginn verður mjög erfitt fyrir Úkraínumenn að hrekja Rússa frá öllum herteknu svæðunum í Úkraínu á þessu ári sagði hann. „Ég segi það ekki til að segja að það geti ekki gerst en það verður mjög erfitt. Það krefst þess í raun að rússneski herinn hrynji,“ sagði hann.
Hann sagði einnig að Pentagon (bandaríska varnarmálaráðuneytið) fylgist með stöðu vopnabirgða Bandaríkjanna og að hugsanlega þurfi að auka útgjöld til hermála vegna mikillar skotfæranotkunar í Úkraínu.