fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Segir að reiðikast Pútíns í sjónvarpsútsendingu sé merki um enn meiri vandamál

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. febrúar 2023 05:30

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýlegri stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkrainu tengir ráðuneytið reiðikast Vladímír Pútíns gegn varaforsætisráðherra sínum í sjónvarpsútsendingu í janúar við vandamál sem er að verða að „krítískum veikleika“ fyrir Rússa.

Það var í janúar sem Pútín húðskammaði Denis Manturov, varaforsætisráðherra, sem ber ábyrgð á vopnaiðnaði landsins. Pútín sakaði hann meðal annars um að „slugsa“.

BBC segir að Pútín hafi eytt mörgum mínútum í að saka Manturov um skriffinsku og tafir við að panta flugvélar fyrir herinn og til borgaralegra nota. „Of langur tími, þetta tekur of langan tíma. Hvað ertu að slugsa? Hvenær verður skrifað undir samningana?“ sagði Pútín.

Varnarmálaráðuneytið segir að þetta sé „eitt mesta reiðikast“ Pútíns síðan stríðið hófst. Segir ráðuneytið að ástæðan fyrir þessari reiði sé að rússneskur vopnaiðnaður anni ekki eftirspurn.

„Háttsettir rússneskir leiðtogar vita líklega að hergagnaiðnaður ríkisins er að verða að krítískum veikleika,“ segir í stöðufærslu ráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“