Lífið hjá Marc Cucurella leikmanni Chelsea hefur ekki verið auðvelt undanfarnar vikur og mánuði. Honum hefur gengið illa innan vallar og lífið utan vallar hefur verið flókið.
Stuðningsmenn Cheslea hafa undanfarið byrjað að baula á Cucurella sem keyptur var á 62 milljónir punda frá Brighton í sumar.
Ensk blöð segja frá því í dag að brotist hafi verið inn á heimili Cucurella skömmu eftir að Chelsea keypti hann.
Á innbrotið að hafa haft nokkur áhrif á Cucurella og hans fjölskyldu sem var að koma sér fyrir í höfuðborginni þegar brotist var inn.
Innbrot á heimili knattspyrnumanna á Englandi eru afar tíð en brotist hefur verið inn hjá Raheem Sterling og Reece James samherjum Cucurella.
Ekki kemur fram í fréttum hvort einhverju hafi verið stolið á heimili Cucurella en ensk blöð segja það hafa haft gríðarleg áhrif á hann.