fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Þjáningar Örnu McClure – Lögmaður krefst þess að Finnur Þór verði úrskurðaður vanhæfur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var sótt hart að embætti héraðssaksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og héraðssaksóknari varðist fimlega. Málið tengist Samherjamálinu svokallaða, sem varðar ásakanir um mútugreiðslur í tengslum við fiskveiðikvóta undan ströndum Namibíu. Arna McClure, yfirlögfræðingur Samherja, hefur haft stöðu sakbornings í málinu í tæplega þrjú ár en hún krefst þess að þeirri stöðu verði aflétt.

Um þetta var tekist á í Héraðsdómi Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Halldór Brynjar Halldórsson sótti málið fyrir hönd Örnu en Ólafur Hauksson héraðssaksóknari varðist fyrir hönd embættisins. Arna krefst þess að rannsókn héraðssaksóknara á hendur sér verði felld niður og tefldi fram þar tveimur meginrökum: Annars vegar að rannsóknin hafi verið í höndum Finns Þórs Vilhjálmssonar, saksóknara hjá embættinu. Arna lýsir Finn vanhæfan vegna tengsla sinna við blaðamann á Heimildinni, áður Stundinni, en Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður þar var atkvæðamikill í fjölmiðlaumfjöllun um Samherjamálið bæði hvað varðandi skrif og gagnaöflun. Finnur og Ingi Freyr eru bræður.

Hins vegar að málsmeðferðartíminn hafi verið allt of langur.

Halldór Brynjar Halldórsson hélt því fram í málflutningi sínum að einu gilti þó að ekkert væri við framgöngu Finns Þórs í málinu að athuga, ásýnd tengsla hans við blaðamanninn væri með þeim hætti að Arna hefði fulla ástæðu til að telja hann vanhæfan. „Hvernig lítur þetta út? Ásýndin er grundvallaratriði. Bróðir þess saksóknara sem sannarlega var úthlutað þessari rannsókn, hann á beinlínis starfsheiður sinn undir því að rannsóknin leiði til ákæru, tók beinan þátt í vinnslu málsins,“ sagði Halldór og benti á að Ingi Freyr hefði skrifað gríðarlegt magn frétta um Samherjamálið, þar á meðal í 200 blaðsíðna aukablað Stundarinnar um Samherjamálið.

Halldór ítrekaði að ásýndin ein væri nóg til að um vanhæfi væri að ræða. Hann sagði einnig:

„Ef rannsókn málsins yrði felld niður, ætlar einhver að segja mér að blaðamenn sem tjalda svona miklu til verði ekki fyrir álitshnekki?“

Benti á að faxtækið hefði verið fundið upp árið 1843

Halldór gagnrýndi héraðssaksóknaraembættið harðlega fyrir langan rannsóknartíma og í tæp þrjú ár hafi Arna ekki getað fengið að vita hvað, ef nokkuð, henni væri gefið að sök. Hann benti ennfremur á að í greinargerð héraðssaksóknara hafi engin rök verið færð fyrir því að Arna sé grunuð um refsivert brot.

Halldór gaf lítið fyrir vinnubrögð héraðssaksóknaraembættisins, síst af öllu þær afsakanir að ekki hafi verið hægt að senda út réttarbeiðni til Namibíu vegna Covid. Rannsókn mútumálsins í Namibíu hafi hins vegar lokið fyrir einu og hálfu ári síðan og tíu manns hafi verið ákærðir. Sagðist Halldór vilja benda héraðssaksóknara á að faxtækið hafi verið fundið upp árið 1843.

Halldór sagði ennfremur að héraðssaksóknaraembættið hafi aldrei sýnt neinn áhuga á því að ræða við Örnu og hann gaf í skyn að ólíklegt væri að gögn sem fáist afhent sem svar við réttarbeiðni til Namibíu varpi nokkru ljósi á stöðu hennar.

Halldór fór nokkrum orðum um þjáningar þeirra sem eru með stöðu sakbornings árum saman í málum sem eru til rannsóknar án þess að vera ákærð. Lífið stöðvist, atvinnumöguleikar skerðist verulega og andleg áhrif af slíkri stöðu séu mjög slæm.

„Ef rannsókn hefði verið viðhaldið á eðlilegan hátt væru komin svör,“ sagði Halldór.

Fjarstæðukenndar fullyrðingar

Ólafur Hauksson héraðssaksóknari tók til varna og sagði fullyrðingar Halldórs, fyrir hönd Örnu, vera fjarstæðukenndar. Gjörsamlega fráleitt væri að stuðst hafi verið við gögn frá blaðamönnum við rannsókn málsins sem var hafin áður en fjölmiðlar tóku að fjalla um Samherjamálið. Finnur Þór væri alls ekki vanhæfur enda hefði hann ekki komið einn að rannsókn málsins og fullyrðingar Halldórs um að hann hefði tekið beint við gögnum í málinu væru tilhæfulausar.

Benti hann á að gagna hefði verið aflað frá Samherja og tengdum félögum. Skrif Inga Freys eða annara blaðamanna hafi ekkert með rannsóknina að gera. Blaðamaður sem skrifi um atvik máls verði ekki talinn hafa neina hagsmuni af málsatvikum sem skrifað er um og blaðamaður sé ekki aðili að málinu. Hann hafi enga hagsmuni af því hvernig rannsókn reiði af.

En jafnvel þó að Finnur Þór væri vanhæfur þá myndi það engan veginn ógilda rannsóknina sem slíka.

Varðandi langan rannsóknartíma þá benti Ólafur á að rannsókn mála af þessu tagi sem teygi sig yfir til margra landa sé flókin og viðamikil. Fjölmörg dæmi séu um miklu lengri rannsóknartíma í flóknum málum. Mörg félög tengist málinu og brotatími ætlaðra brota sé mjög langur. Það verði að líta á Örnu sem sakborning og ekki sé ástæða til að breyta stöðu hennar. Hins vegar sé langt liðið á rannsóknina en afla þurfi gagna frá Namibíu með réttarbeiðni, ekki síst þar sem vitað sé að Arna hafi farið þangað í ferð og unnið fyrir Samherja í Namibíu.

Ólafur benti á að héraðssaksóknaraembættið hafi ekki getað ráðið við tilkomu nýs Covid-afbrigðis sem hafi valdið því að sex Afríkulönd, þar á meðal Namibía, lokuðu á ferðir til og frá Evrópu og því hafi orðið að fresta fundi. Hvað sem liði trú Halldórs á fjarskiptatækni, þar á meðal  faxtækið, þá væri þetta staðreynd. Langur málsmeðferðartími væri afstætt hugtak.

Ólafur benti ennfremur á að rannsókn málsins í Namibíu hefði tekið miklu lengri tíma en þar hefði áherslan verið á meinta mútuþega, ekki á þá sem sakaðir eru um að hafa greitt mútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“