FC Bayern hefur látið forráðamenn Manchester United vita af því að borga þurfi 20 milljónir evra til að festa kaup á Marcel Sabitzer.
Miðjumaðurinn frá Austurríki mætti á Old Trafford í lok janúar á láni til að fylla í skarð Christian Eriksen sem er meiddur.
Sabitzer hefur átt fína spretti í upphafi á Old Trafford og segir Bild að kaupverðið verði 18 milljónir pudna vilja United kaupa hann.
Þar segir einnig að Erik ten Hag stjóri Manchester United sé mjög hrifin af Sabitzer og hafi látið forráðamenn United vita að hann vilji kaupa hann í sumar.