Samkvæmt vefmiðlinum Football Insider fylgist Arsenal grannt með gangi mála hjá Marcus Rashford, sóknarmanni Manchester United.
Samningur Rashford við United rennur út eftir næstu leiktíð. Félagið virkjaði klásúlu um árs framlengingu í desember.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er sagður mikill aðdáandi enska sóknarmannsins.
Hjá United vilja menn hins vegar ólmir framlengja samning hins 25 ára gamla Rashford.
Rashford hefur verið frábær fyrir United á þessari leiktíð og skorað 21 mark í öllum keppnum.
Rashford hefur einnig verið orðaður við Bayern Munchen.