Vilt þú gefa þinni bestu konu ógleymanlega gjöf á konudaginn?
Þann 19. febrúar næstkomandi hefst Góan með hinum hátíðlega konudegi. Nú eru því makar landsins margir hverjir í örvæntingafullri leit að hinni fullkomnu konudagsgjöf.
DV stendur nú fyrir hinum árlega Konudagsleik ásamt fimm af vinsælustu fyrirtækjum landsins. Því er kjörið tækifæri að láta reyna á lukkuna fyrir allar konur og maka þeirra og skrá sig eða konurnar sínar í leikinn, því það er til einstaklega mikils að vinna þetta árið!
Vinningurinn gerir góðan konudag enn betri
Ein heppin kona verður dregin úr pottinum föstudaginn 17. febrúar og fær sérlega veglegan vinning frá Stracta Hotel, Blush, 20&SJÖ mathús & bar, Brandson og Blómabúðinni Dögg. Í vinningspottinum er allt til þess að gera góðan konudag enn betri: lúxusgisting á hóteli, glæsileg blóm, út að borða, unaðsleg leiktæki og íþróttafatnaður.
Gisting á Stracta Hotel
Stracta Hótel býður upp á Superior gistingu fyrir tvo með morgunverði. Þægindi og vellíðan eru í fyrirrúmi hjá hótelinu þar sem gestir geta nýtt sér heita potta og gufuböð í hótelgarðinum. Útsýni frá Stracta Hotel er með því fegursta á landinu þar sem nær allur fjallahringurinn frá Vestmannaeyjum í suðaustri og að fjöllum á Reykjanesskaga í vestri sést frá hótelinu.
Píkudekur frá Blush
Blush gefur unaðslega Píkudekurs boxið sem inniheldur egg, sílikon sleipiefni, örvandi olíu fyrir sníp og spilið Forleik.
Út að borða á 20&SJÖ mathús & bar
20&SJÖ mathús sem staðsett er við Víkurhvarf, með dásemdar útsýni yfir Elliðavatn og til fjalla, býður upp á glæsilegan kvöldverð fyrir tvo með drykk. 20&SJÖ mathús er með fjölbreyttan matseðil þar sem finna má áhrif frá Spáni og löndunum við Miðjarðarhafið.
Á 20&SJÖ mathús ríkir ljúf og góð stemning. Þar er hamingjustund alla daga og lagt er upp úr einstaklega vönduðum vínseðli.
Sportfatnaður frá Brandson
Brandson æfingaföt er íslenskt vörumerki með vandaða íslenska hönnun á æfingafatnaði: jóga buxum, æfingabuxum, leggings, íþrótta- og æfingatoppum, bolum, peysum og fleiru. Brandson gefur gjafabréf fyrir 20.000 kr.
Blómvöndur frá Blómabúðinni Dögg
Blómabúðin Dögg gefur stórglæsilegan blómvönd að andvirði 12.000 kr.
Blómabúðin Dögg er ein elsta blómabúð landsins og hefur verið starfandi síðan 1977. Verslunin sérhæfir sig í afskornum blómum og blómaskreytingum og getur galdrað fram nánast gert hvað sem er úr afskornum blómum.
Glæsilegur Konudagsleikur í boði DV og nokkurra af vinsælustu fyrirtækjum landsins
Þátttakan er einföld. Þú einfaldlega skráir þig (ef þú ert kvenkyns) eða konuna í þínu lífi í skráningaformið hér að neðan. Á morgun, föstudaginn 17. febrúar er svo dregið úr nöfnum og ein heppin kona hreppir allt vinningsgóssið.
Skilmálar: Með því að taka þátt og senda inn gögn samþykkir þú notkun persónuupplýsinga. Skilyrði fyrir þátttöku er skráning með nafni og símanúmeri sem er einungis notaðar til þess að draga vinningshafa og verður eytt af leik loknum. Gefir þú upp netfang veitir þú Torg ehf leyfi til að senda þér tilkynningar um gjafaleiki auk annarra markpósta.