Það eru skiptar skoðanir á vítaspyrnudómnum sem Arsenal fékk sér í hag gegn Manchester City í gær.
City vann toppslaginn 1-3 og fer því á toppinn á markatölu. Kevin De Bruyne, Jack Grealish og Erling Braut Haaland gerðu mörk liðsins.
Bukayo Saka skoraði hins vegar mark Arsenal og jafnaði í 1-1 í fyrri hálfleik.
Markið kom úr víti sem Eddie Nketiah krækti í eftir samstuð við Ederson. Ekki eru allir á sama máli um hvort dómurinn hafi verið réttur.
Einn harðasti stuðningsmaður Arsenal, Piers Morgan, var til að mynda ekki viss á hvað var verið að dæma.
„Frábært víti hjá Saka (þó svo að ég hafi ekki hugmynd um af hverju það var gefið),“ skrifaði hann á Twitter.