Ivana Knoll varð heimsfræg á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir áramót sem stuðningsmaður króatíska landsliðsins.
Hún öðlaðist milljónir aðdáenda út um allan heim. Knoll var gjarnan kölluð „sú heitasta á HM í Katar.“
Knoll hefur áfram verið vinsæl eftir HM og mætir einnig á fótboltaleiki víða.
Hún var mætt á leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Þar var Knoll í treyju Arsenal. Það kom mörgum á óvart og gefur til kynna að hún styðji félagið.
Knoll var með sitt eigið box á vellinum og vel var tekið á móti henni.
Knoll fékk að sjá 1-3 tap Arsenal í gær, sem sömuleiðis missti toppsæti deildarinnar til City.