Um klukkan 22 voru tveir handteknir, grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna/lyfja. Þeir voru með talsvert magn lyfseðilsskyldra lyfja í fórum sínum auk meintra fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Annar reyndist vera eftirlýstur vegna rannsóknar annars máls. Báðir voru þeir vistaðir í fangageymslu.
Á tíunda tímanum var einn handtekinn þegar hann var að kaupa sér fíkniefni. Við nánari skoðun reyndist hann vera með meira magn fíkniefna á sér en þau hafði hann keypt skömmu áður.
Um klukkan 4 var einn handtekinn í Miðborginni, grunaður um innbrot í verslun. Hann var með vopn á sér.
Einn var handtekinn á áttunda tímanum í gærkvöldi, grunaður um líkamsárás og frelsissviptingu. Hann var vistaður í fangageymslu.
Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.