fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Gabbaði lögregluna og var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 05:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 01.28 var hringt í lögregluna og tilkynnt um hugsanlegt innbrot í verslun í Miðborginni. Þegar lögreglan kom á vettvang lá strax ljóst fyrir að ekkert var hæft í tilkynningunni. Tilkynnandinn var í bifreið fyrir utan verslunina og var hann handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Um klukkan 22 voru tveir handteknir, grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna/lyfja. Þeir voru með talsvert magn lyfseðilsskyldra lyfja í fórum sínum auk meintra fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Annar reyndist vera eftirlýstur vegna rannsóknar annars máls. Báðir voru þeir vistaðir í fangageymslu.

Á tíunda tímanum var einn handtekinn þegar hann var að kaupa sér fíkniefni. Við nánari skoðun reyndist hann vera með meira magn fíkniefna á sér en þau hafði hann keypt skömmu áður.

Um klukkan 4 var einn handtekinn í Miðborginni, grunaður um innbrot í verslun. Hann var með vopn á sér.

Einn var handtekinn á áttunda tímanum í gærkvöldi, grunaður um líkamsárás og frelsissviptingu. Hann var vistaður í fangageymslu.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir