Dale starfaði sem umhverfisverndarfulltrúi. Hún fannst særð í garðinum við heimili sitt og var strax flutt á sjúkrahús en lifði ekki ferðina þangað af.
Sky News segir að lögreglan telji að hún hafi ekki verið sú manneskja sem átti að skjóta.
Nýlega voru Niall Barry, 26 ára, og Sean Zeisz, 27 ára, handteknir vegna málsins. Fyrir voru James Witham, 40 ára, og Joseph Peers, 28 ára, í haldi lögreglunnar. Fjórmenningarnir eru grunaðir um að hafa myrt Dale.
Mark Kameen, yfirlögregluþjónn, sagði skömmu eftir morðið að Ashley Dale hafi verið „saklaust fórnarlamb“ sem hafi verið „myrt á kaldan og hugsunarlausan hátt“.
„Hún var ung og saklaus kona sem naut lífsins. Eins og staðan er núna teljum við ekki að Ashley hafi tengst þessu á neinn hátt. Við teljum að húsið hafi verið skotmarkið. Af hverju er eitthvað sem við erum að rannsaka,“ sagði Kameen.