fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Morðið sem skekur bresku þjóðina – Fjórir í haldi

Pressan
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 05:30

Ashley Dale

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst á síðasta ári var Ashley Dale, 28 ára, skotin til bana í Liverpool. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi því ekki er annað að sjá en Dale hafi verið saklaust fórnarlamb sem hinir grunuðu áttu ekkert sökótt við.

Dale starfaði sem umhverfisverndarfulltrúi. Hún fannst særð í garðinum við heimili sitt og var strax flutt á sjúkrahús en lifði ekki ferðina þangað af.

Sky News segir að lögreglan telji að hún hafi ekki verið sú manneskja sem átti að skjóta.

Nýlega voru Niall Barry, 26 ára, og Sean Zeisz, 27 ára, handteknir vegna málsins.  Fyrir voru James Witham, 40 ára, og Joseph Peers, 28 ára, í haldi lögreglunnar. Fjórmenningarnir eru grunaðir um að hafa myrt Dale.

Mark Kameen, yfirlögregluþjónn, sagði skömmu eftir morðið að Ashley Dale hafi verið „saklaust fórnarlamb“ sem hafi verið „myrt á kaldan og hugsunarlausan hátt“.

„Hún var ung og saklaus kona sem naut lífsins. Eins og staðan er núna teljum við ekki að Ashley hafi tengst þessu á neinn hátt. Við teljum að húsið hafi verið skotmarkið. Af hverju er eitthvað sem við erum að rannsaka,“ sagði Kameen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana