fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Eins og verndarengill hafi vakað yfir Manúelu þegar hún fékk heilablóðfallið – „Þetta var náttúrulega rosalegt sjokk og áfall“

Fókus
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manúela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir jólin á síðasta ári að fá heilablóðfalli. Hún greindi frá því í samtali við Brennsluna í dag að hún sé á góðum batavegi og hafi lært að taka lífinu ekki sem sjálfsögðum hlut.

„Ég er bara eftir atvikum fín,“ sagði Manúela og tók fram að líkamlega sé hún orðin nokkuð góð en andlega áfallið hafi verið mikið og þurfi hún enn á vinna á fylgikvillum á borð við kvíða og hræðslu.

„Þetta var náttúrulega rosalegt sjokk og áfall bara fyrir mig og alla í kringum mig og í raun fyrir alla sem heyra af þessu. Þetta er eitthvað svona sem maður bara einhvern veginn – þetta gerist bara ekkert- að fá heilablóðfall 39 ára og liggja bara í næstum þrjár vikur á spítala inni á taugadeild og vita ekkert. Ég vissi ekki hvort ég myndi geta labbað aftur því ég var bara þannig – ég gat ekki hreyft mig eins og ég gat áður og þetta er búið að vera svolítið brekka og endurhæfing framundan í óákveðinn tíma. Ég er, eins og læknarnir sögðu við mig, eins óheppin ég er að hafa lent í þessu er ég rosalega heppin hvernig þetta fór.“

Manúela lýsir því að áður en hún fékk heilablóðfallið hafi hún verið með mikinn höfuðverk sem engin verkjalyf virtust vinna á. Svo telur hún að verndarengill hafi vakið yfir henni því þegar heilablóðfallið kom þá var hún ekki ein.

Hún hafi verið ein heima hjá sér allan daginn veik þegar hún ákvað að kíkja í kaffi til frænku sinnar. Frænka hennar var því með henni þegar heilablóðfallið kom og gat hjálpað Manúelu. Manúela telur að líklega hafi þetta orðið henni til bjargar og orðið til þess að ekki fór verr.

„Hún brást svo rosalega rétt við að hún veit það alveg að hún bara bjargaði lífi mínu það er bara þannig.“

Manúela segir að enginn sérstök ástæða hafi fundist fyrir heilablóðfallinu en hún er nú að gangast undir erfðafræðilega rannsókn til að sjá hvort það sé eitthvað í erfðunum sem spilaði þarna hlutverk.

Hún segir að það hafi reynst henni mikilvægt að takast á við sjálfa sig af mildi eftir áfallið og gefa sér tíma í endurhæfinguna. Hún finnur enn stundum fyrir skjálfta í höndum og á það til að verða völt á fótum, og höfuðverkirnir gera enn vart við sig. Hún mátti þó í síðustu viku byrja að keyra aftur.

„Það ótrúlega leiðinlegt að segja það en maður tekur svo mörgu sem sjálfsögðum hlut og bara lífið varð bara allt í einu miklu dýrmætara og ég einhvern veginn náði að öðlast svo mikið þakklæti fyrir bara það að fá þennan dag og vera hraust á þessum degi en ekki vera liggjandi inn á taugadeild Landspítalans“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?