Micah Richards og Thierry Henry voru hressir eins og alltaf á CBS Sports að fjalla um Meistaradeild Evrópu í gær.
Í kjölfar þess að hafa séð viðtal við Olivier Giroud fóru þeir félagar að ræða hárgreiðslur og barst það í tal hversu oft Richards fer í klippingu.
Fyrrum varnarmaðurinn er með eiginn hárgreiðslumann og flutti hann meira að segja með sér til Katar á meðan hann fjallaði um Heimsmeistaramótið þar í landi fyrir áramót.
Richards segist fara til hárgreiðslumannsins þrisvar í viku og að hann borgi honum 200 pund í hvert skipti.
Þegar heilt ár er tekið saman borgar Richards því yfir 31 þúsund pund í klippingar. Það gera meira en fimm milljónir íslenskra króna.
Henry og aðrir í setti CBS voru vægast sagt hissa, eins og sjá má hér að neðan.
Who has better hair @_OlivierGiroud_ or @Micahrichards? And is two haircuts in two days excessive? ✂️@kate_abdo and @Carra23 are asking all the hard-hitting questions. 😂 pic.twitter.com/1w1FOpMmix
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 14, 2023