Tyrkneska félagið Fenerbahce er sagt hafa áhuga á Mason Greenwood hjá Manchester United.
Mál gegn Greenwood voru látin niður falla á dögunum. Hann hefur ekki spilað fótbolta í meira en ár í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn kærustu sinni Harriet Robson.
Nú er hann hins vegar laus allra mála.
Manchester United hefur ekki tekið ákvörðun með framtíð leikmannsins og heldur nú sína eigin rannsókn.
Greenwood hefur verið orðaður við lið í Kína en samkvæmt nýjustu fréttum hefur Fenerbahce einnig áhuga.
Greenwood hefur verið á mála hjá United síðan hann var sex ára en ekki er ljóst hver næstu skref verða hjá vinnuveitendum hans að svo stöddu.