fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Selja „business pad“ eftir tæpt ár í rekstri – „Allt nýtt og innbú getur fylgt með“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavalda- og athafnaparið Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, hafa sett skrifstofuhúsnæðið við Krókháls á sölu.

Rýmið fékk nafnið „business pad“ hjá parinu sem var iðið við að sýna frá framkvæmdum og undirbúningi á húsnæðinu sumarið 2022 á samfélagsmiðlum. Eignin var hugsuð sem svæði fyrir atvinnurekendur til að leigja og vera með rekstur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by G U M M I – K Í R Ó (@gummikiro)

„Okkur langaði að skapa rými fyrir fólk sem er í eigin rekstri og búa til skapandi umhverfi. En margir sem vinna sjálfstætt þekkja það vel að vera „einir“ í vinnunni en með Business Pad viljum við einmitt hafa umhverfið opið og skapandi sem ýtir undir það að fólk hittir annað fólk,“ sagði Gummi í viðtali við Mbl í júlí í fyrra.

Mynd/Eignamyndir
Mynd/Eignamyndir

Þetta er ekki fyrsta viðskiptaævintýrið sem parið fer í saman. Þau stofnuðu merkið Moxen Eyewear síðasta sumar og gáfu út sólgleraugnalínu.

Fyrirtækjarekstur er þeim báðum vel kunnugur. Lína Birgitta hefur rekið fatafyrirtækið Define The Line í árabil og Gummi – sem er kírópraktor – er eigandi Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur. Þau eru einnig bæði vinsæl á samfélagsmiðlum, Lína Birgitta er með tæplega 27 þúsund fylgjendur og Gummi með ellefu þúsund fylgjendur.

Mynd/Eignamyndir

Skrifstofurýmið við Krókháls 5 er 258,1 fermetrar að stærð. Eignin skiptist í opið alrými, fimm 15 fermetra skrifstofur, tvær 30 fermetra skrifstofur, tvö baðherbergi, fundarherbergi og eldhús. Ásett verð er 99,9 milljónir.

Gummi greindi frá því að eignin væri til sölu á Instagram fyrr í dag.

„Fullkomið skrifstofuhúsnæði og viðskiptatækifæri. Allt nýtt og innbú getur fylgt með kaupum,“ sagði hann.

Mynd/Eignamyndir
Mynd/Eignamyndir
Mynd/Eignamyndir
Mynd/Eignamyndir
Mynd/Eignamyndir

Nánar um eignina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram