Kingsley Coman gerði eina mark leiksins í sigri Bayern Munchen á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gær.
Liðin mættust í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum í gær. Leikið var í París.
Coman kom Bayern yfir á 53. mínútu og reyndist það eina mark leiksins.
Það vakti athygli að Frakkinn fagnaði ekki marki sínu í leiknum. Hann er alinn upp hjá PSG.
„Að skora á Parc Des Princes var æskudraumur að rætast. Þetta var sérstök stund,“ segir Coman um ákvörðun sína.
„Þetta er félagið sem ég ólst upp í og borgin sem ég fæddist í. Mig langaði ekki að fagna fyrir framan stuðningsmennina.“
Seinni leikurinn fer fram í Munchen eftir þrjár vikur.