fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Óshlíðarmálið opnað aftur vegna nýrra gagna – „Segja allir að þessi bíll hafi ekki oltið“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 12:00

Kristinn Haukur Jóhannesson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari hefur lagt fyrir lögreglustjórann á Vestfjörðum að taka afstöðu til nýrra gagna í Óshlíðarmálinu. Er þetta í annað sinn sem ríkissaksóknari gerir embættinu það að rannsaka málið frekar.

Kristinn Haukur Jóhannesson lét lífið í bílslysi sem varð í september árið 1973 er leigubíll fór út af Óshlíðarvegi og valt niður hlíðina. Kristinn Haukur var 19 ára gamall. Tvær aðrar manneskjur voru í bílnum, leigubílstjórinn og ung stúlka sem var farþegi. Sluppu þau lítið sem ekkert meitt frá slysinu. Gengu þau frá Óshlíðinni og inn í Hnífsdal, komust í hús þar og tilkynntu um slysið. Kristinn Haukur varð eftir í myrkrinu í Óshlíðinni. Er lögregla kom á vettvang slyssins fannst hann látinn. Leigubílstjórinn og stúlkan eru á lífi enn í dag.

DV fjallaði ítarlega um málið í fyrra.

Hið undarlega Óshlíðarmál – Grófu upp líkamsleifar hálfri öld eftir atburðinn og staðfestu að maðurinn hefði látist af slysförum

Ríkissaksóknari segir í ákvörðun sinni núna að í ljósi þeirra upplýsinga sem koma fram í nýjum gögnum telji embættið ekki annað fært en að fella ákvörðun lögreglustjórans úr gildi. Lagt er fyrir lögreglustjórann að taka afstöðu til nýju gagnanna og meta hvort á grundvelli þeirra séu efni til að fram fari frekari rannsóknargerðir í málinu. Sonur Kristins Hauks og bróðir bara barist fyrir því að lögreglan rannsaki hvort andlát Kristins Hauks hafi borið að með saknæmum hætti.

Líkamsleifar hans voru grafnar upp í fyrra og réttarlæknir fenginn til að leggja á áverka og greina hvort Kristinn Haukur hefði hlotið þá í umferðarslysi eða með öðrum hætti. Taldi réttarlæknir ekkert benda til annars en að Kristinn Haukur hefði látist í umferðarslysi. Var rannsókn lögreglu hætt í október í fyrra.

„Svona á ekki viðgangast. Þeir sem hafa skoðað þetta mál með mér segja allir að þessi bíll hafi ekki oltið,“ segir Þórólfur Hilbert Jóhannesson, bróðir Kristins Hauks, í samtali við RÚV í gær. Hann segir nýju gögnin sem ríkissaksóknari vísi til í ákvörðun sinni vera myndir sem hann fann í sumar af bílnum í fjörunni. Segir hann jafnframt lögreglustjórann á Vestfjörðum hafa haft lítinn áhuga á að rannsaka málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“