Jahm Najafi er sagður vera að undirbúa kauptilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham ásamt fjárfestum.
Najafi er með bandarískt og íranskt ríkisfang. Hann er sagður leiða hóp fjárfesta sem ætla að bjóða 3,1 milljarð punda í Tottenham.
Talið er að tilboðið muni berast eiganda Tottenham, Joe Lewis, og stjórnarformanninum Daniel Levy á næstu vikum.
Mikil ánægja er með fregnirnar á meðal stuðningsmanna Tottenham, sem margir hverjir eru ósáttir við núverandi eignarhald.
Talið er að tilboð Najafi verði í um 70 prósent félagsins en að restin muni koma annars staðar frá.
Najafi á þegar hlut í Formúlu 1 liði McLaren og er því með reynslu af viðskiptum í íþróttaheiminum.