Færsla Kylian Mbappe eftir tap Paris Saint-Germain gegn Bayern Munchen í gær hefur vakið mikla athygli.
Liðin mættust í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann Bayern 0-1.
Mbappe setti inn færslu á Instagram eftir leik á frönsku. Má þýða færsluna um það bil svona: „Eigum enn eftir að gera allt.“
Instagram þýddi færsluna hins vegar í: „Enn á eftir að gera allt. Nú er það lið Manchester United PSG.“
Enginn botnar í þessu en héldu einhverjir að þetta væri vísbending um að katarskir eigendur myndu kaupa United, eins og talað hefur verið um.
Það er þó útlit fyrir að um furðulegt klúður á Instagram sé að ræða.
Instagram translating Kylian Mbappe’s caption on his latest post 👀😂 #MUFC pic.twitter.com/KZgN15g6B7
— MUFC Scoop (@MUFCScoop) February 14, 2023