Franska úrvalsdeildarfélagið Nice hefur lagt fram kæru í kjölfar þess að klámmyndband var tekið upp á salerni á heimavelli þess.
Samkvæmt RMC Sport í Frakklandi var myndbandið tekið upp á meðan leikur Nice og Lille fór fram þann 29. janúar. Heimamenn unnu 1-0.
Þetta líður félagið ekki og hefur brugðist við.
Íslendingar kannast vel við Hreiðrið í Nice, eins og völlurinn er kallaður. Það var þar sem íslenska karlalandsliðið sló út það enska í 16-liða úrslitum Evrópumótsins 2016.