fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Efling hefur samþykkt allar beiðnir um verkfallsundanþágur vegna almannaöryggis

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 22:15

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanþágunefnd vegna verkfallsaðgerða Eflingar meðal bifreiðastjóra kom saman í kvöld á sínum fyrsta fundi.

Nefndin samþykkti ótímabundnar undanþágur til allra aðila sem sóttu um undanþágur vegna almannaöryggis. Þeirra á meðal eru allir helstu viðbragðsaðilar í neyðarþjónustu, sem og þær stofnanir sem gegna lykilhlutverki í samgöngu- og upplýsingainnviðum. Kemur þetta fram á vef Eflingar.

Meðal þeirra sem sóttu um, fengu undanþágur og hafa fengið svar afhent eru Ríkislögreglustjóri, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Rauði krossinn, Strætó, Ríkisútvarpið og vetrarþjónusta Vegagerðarinnar.

Samtals voru samþykktar um 70 undanþágubeiðnir. Einungis þremur var hafnað og í örfáum tilvikum var nánari rökstuðnings óskað eða aðeins orðið við beiðni að hluta.

Nefndin fundar að nýju á morgun þar sem enn er eftir að fara í gegnum margar fyrirliggjandi umsóknir, mestmegnis frá smærri aðilum.

Nefndin hefur að auki átt í samskiptum við fleiri aðila, svo sem Landspítalann, sem vinna að undirbúningi undanþágubeiðna sem skilað verður inn á næstu dögum.

Undanþágunefnd þakkar viðbragðsaðilum fyrir góð samskipti við afgreiðslu undanþágubeiðna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg