fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Gerðu húsleit í verslun sem er grunuð um sölu á hunda- og kattakjöti

Pressan
Föstudaginn 17. febrúar 2023 21:00

Hundakjöt á kínverskum markaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Hong Kong gerðu nýlega húsleit í verslun einni því grunur lék á að þar væri hunda- og kattakjöt selt þrátt fyrir að sala á því hafi verið bönnuð í Hong Kong í rúmlega 70 ár.

The Guardian segir að samkvæmt því sem talsmaður heilbrigðisyfirvalda hafi sagt þá hafi verið lagt hald á kjöt sem talið er að sé af hundum eða köttum.

Ákveðið var að gera húsleitina eftir að tilkynningar bárust um að hunda- og kattakjöt væri til sölu í verslun í Yau Ma Tei hverfinu.

Verið er að rannsaka kjötið til að skera úr um af hvaða dýrum það er. Einnig er verið að rannsaka hvort verslunin hafi selt ferskt kjöt án þess að hafa tilskilin leyfi til þess.

Neysla og sala á hunda- og kattakjöti hefur verið bönnuð í Hong Kong síðan 1950.

Í kjölfar frétta af þessu máli kröfðust bæði þingmenn og dýraverndunarsinnar meira eftirlits með málum af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Í gær

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking