Þetta sagði Jamie Shea, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO, í samtali við Sky News.
Hann sagði að NATO hafi notað stóran hluta birgða sinna og það þýði að nú verði að sannfæra vopnaframleiðendur um að setja framleiðslulínur sínar í gang á nýjan leik og framleiða hratt og í miklu magni.
Þegar hann var spurður hvort það sé hægt að gera það, sagði hann að það sé ekki auðvelt en það sé þrýst á um að þetta verði gert.
Hann sagði að þegar ekki sé hægt að framleiða þessa hluti á einni nóttu sé rétt að hafa í huga að mörg ríki eigi þennan vestræna búnað.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, var nýlega í Suður-Kóreu og Japan þar sem hann bað þjóðirnar um að láta meira af vopnum og skotfærum í té. Shea sagði að á meðan verið sé að auka framleiðsluna sé hægt að mæta skorti með því að fá þjóðir, sem styðja Vesturlönd, til að láta vopn og skotfæri af hendi rakna.