fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Leystu 41 árs gamalt morðmál – DNA undir fingurnögl kom upp um morðingjann

Pressan
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 22:00

Michael Scott Glazebrook og Sonia Carmen Herok-Stone.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 41 ári var Sonia Carmen Herok-Stone kyrkt á heimili sínu í Carmel í Kaliforníu. Sokkabuxurnar hennar voru notaðar til að kyrkja hana. Fyrir tveimur árum tókst lögreglunni að hafa hendur í hári morðingjans. Það var DNA, sem fannst undir brotinni fingurnögl Sonia, sem kom lögreglunni á slóð hans.

Í síðustu viku var Michael Glazebrook, 67 ára, fundinn sekur um að hafa myrt Sona og nauðgað henni. Hún var þrítug þegar hún lést.

Michael var ákærður fyrir morðið 1982 en var sýknaður því kviðdómur komst ekki að samhljóða niðurstöðu. En nú var hann sakfelldur.

Sasha Stone, dóttir Sonia, sagði í samtali við KSBW að fjölskylda hennar hafi beðið lengi eftir þessum degi.

People segir að málið hafi verið tekið til rannsóknar á nýjan leik 2020. Þá hafi verið beitt nýjum rannsóknaraðferðum, sem voru ekki til þegar málið var til rannsóknar á sínum tíma, að sögn saksóknara í Monterey County.

Saksóknarinn sagði að Sonia, sem var einstæð móðir, hafi verið kyrkt þann 15. október 1981 á meðan dóttir hennar var í skóla. Bakdyrnar voru ólæstar og telur lögreglan að Michael hafi komist inn um þær. Engin ummerki voru um innbrot.

Talið er að Sonia hafi verið nýkomin heim þegar Michael réðst á hana, nauðgaði og myrti. Hún var enn í jakkanum sínum og með veskið sitt þegar hún fannst.

Michael var nýkvæntur á þessum tíma og hafði flutt inn í hús, gegnt heimili Sonia, nokkrum mánuðum áður.

Dómari tilkynnir um refsingu Michael í lok apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“