Áhrifavaldurinn og fyrirsætan Kinsey Wolanski sýndi frá að því er virtist nær fullkomnum degi sem kærasti hennar bauð henni upp á í tilefni að Valentínusardeginum.
Wolanski er þekktust fyrir að hafa gert allt vitlaust þegar hún hljóp inn á völlinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á milli Liverpool og Tottenham árið 2019. Hún hljóp inn á klædd sundbol sem auglýsti vefsíðu þáverandi kærasta hennar. Þetta er ekki eina skiptið sem Wolanski hefur hlaupið óboðin inn á íþróttakappleik en hún stundar það nokkuð reglulega.
Wolanski var handsömuð eftir atvikið 2019 og flutt í fangageymslu þar sem hún eyddi nokkrum klukkustundum. Eftir að henni var sleppt lausri tók hún eftir því að fylgjendafjöldi hennar á Instagram hafði farið úr 300 þúsundum í yfir tvær milljónir. Nú telja fylgjendur hennar 3,6 milljónir.
Kærasti hennar bauð henni upp á afar rómantískan dag á ströndinni, sem Wolanski sýndi frá. Þar borðuðu þau, drukku vín og hafði kærastinn meira að segja pantað söngvara.
Wolanski er mikill Íslandsvinur og hefur hún komið reglulega hingað til lands. Hún hefur margoft lýst yfir ást sinni á landinu.
@kinseywolanski Valentine’s Day surprise with @dolcepicnics #datenight #valentinesday #surprise #romance ♬ young n beautiful – cat