fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Keypti þjónustu vændiskonu og hefði getað komist upp með það – Gerði hins vegar þessi mistök

433
Miðvikudaginn 25. desember 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hiti á nattspyrnugoðsögninni Wayne Rooney þessa dagana, en hann er í brekku sem þjálfari Plymouth í ensku B-deildinni. Stuðningsmenn eru til að mynda þó nokkrir orðnir pirraðir á honum.

Það er því upplagt að rifja upp nokkrar af helstu fréttum af Rooney utan vallar í gegnum tíðina, en kappinn hefur oft komið sér í ensku blöðin fyrir misgáfulega hluti.

Rooney hefur átt ansi stormasamt líf. Kappinn átti stórkostlegan feril með Manchester United eftir að hafa slegið í gegn með Everton sem unglingur. Hann stal þó gjarnan fyrirsögnunum fyrir athæfi sín utan vallar.

Twitter-aðgangurinn vinsæli The Upshot tók saman nokkrar ótrúlegar sögur af lífi Rooney og eru þær hér rifjaðar upp.

Getty Images

Rooney keypti sér gjarnan þjónustu vændiskvenna þrátt fyrir að eiga í sambandi við eiginkonu sína Coleen. Þau hafa verið saman í meira en 20 ár og gift síðan 2008.

Árið 2004 hafði Rooney keypt sér þjónustu vændiskonu fyrri 140 pund. Hann hefði getað komist um með það án þess að neinn kæmist að því. Hann skildi hins vegar eftir miða sem á stóð: „Til Charlotte. Ég svaf hjá þér 28. desember. Sendi ást mína, Wayne Rooney.“

Í verkefni með Englandi 2009 hrekktu þeir Rooney og Jermaine Defoe liðsfélaga sinn Carlton Cole. Þeir gáfu honum það sem Cole hélt að væri vítamíntafla. Það reyndist hins vegar vera viagra. „Ég var með þrjá fætur,“ sagði Cole þegar hann rifjaði atvikið upp síðar.

Árið 2015 var Rooney ölvaður með fyrrum liðsfélaga sínum Phil Bardsley. Þeir fóru í gamnislag sem endaði með því að Rooney rotaðist. Hann fagnaði svona í næsta leik:

Árið 2019 ætlaði Rooney að byrja upp á nýtt í Bandaríkjunum með DC United. Það fór ekki betur en svo að hann var handtekinn á Ronald Reagan flugvellinum eftir að hafa orðið ofurölvi í flugi.

Tveimur árum síðar var Rooney aðalþjálfari Derby. Hann var hins vegar ekki besta fyrirmyndin fyrir leikmenn sína. Hann djammaði langt fram á nótt með tveimur 21 árs stelpum á hótelherbergi. Þær mynduðu allt saman.

Fleiri ótrúlegar sögur af Rooney má nálgast í þræði The Upshot hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 11. sæti: „Heilt yfir slakara lið en í fyrra“

Spá fyrir Bestu deildina – 11. sæti: „Heilt yfir slakara lið en í fyrra“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hverfandi líkur á að hann endi í Manchester United – Tvær ástæður fyrir því

Hverfandi líkur á að hann endi í Manchester United – Tvær ástæður fyrir því
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona lítur spá þjálfara, fyrirliða og formanna út – Titillinn aftur í Fossvoginn

Svona lítur spá þjálfara, fyrirliða og formanna út – Titillinn aftur í Fossvoginn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United verður með í kapphlaupinu – Klásúlan opinberuð

Manchester United verður með í kapphlaupinu – Klásúlan opinberuð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi varla möguleika á að fá starfið – ,,Ég er ekki á sama stað og þeir“

Viðurkennir að hann eigi varla möguleika á að fá starfið – ,,Ég er ekki á sama stað og þeir“
433Sport
Í gær

40 þúsund manns létu sjá sig til að styðja unglingana

40 þúsund manns létu sjá sig til að styðja unglingana