fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Hver er Sophie Lloyd? – Konan í miðju nýjasta framhjáhaldsskandals Hollywood

Fókus
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Megan Fox setti allt á hliðina um helgina þegar hún deildi óræðum skilaboðum á Instagram, eyddi út öllum myndum af unnusta sínum, tónlistarmanninum Machine Gun Kelly, og eyddi síðan aðgangi sínum.

Í færslunni sem hún deildi birtu hún myndir af sér í þokkafullum svörtum fötum og skrifaði með „Þú getur fundið bragðið af óheiðarleikanum/hann umlykur andardrátt þinn“ en um er að ræða vitnun í texta við lagið Pray You Catch Me með söngkonunni Beyoncé af plötu hennar Lemonade sem fallaði um framhjáhald eiginmanns hennar, Jay-Z.

Töldu margir að þarna væri Megan að gefa til kynna að Machine Gun Kelly hafði verið henni ótrúr, en slúðurmiðlar í Bandaríkjunum segja að hún sé brjáluð út í Kelly og neiti að tala við hann. Hún hafi þó ekki slitið trúlofun þeirra sem stendur.

Áður en Megan Fox eyddi aðgangi sínum að Instagram svaraði hún aðdáanda sem Velti fyrir sér hvort hún væri að gefa til kynna að Kelly hefði haldið framhjá henni með gítarleikara sínum. Sophie Lloyd. Megan svaraði því með „Kannski svaf ég hjá Sophie.“

Engu að síður hafa sögusagnirnar náð miklu flugi að Kelly hafi haldið framhjá með Sophie og því sé Megan svona reið og sár.

Sjá einnig: Nýr framhjáhaldsskandall skekur Hollywood – Vandræði í paradís hjá Megan Fox og MGK

Page Six ákvað að stökkva á vagninn og birti umfjöllun um þessa Sophie til að varpa ljósi á hvaða kona sé þar á ferðinni.

Sophie er breskur gítarleikari og varð fyrst vinsæl á Youtube þegar hún opnaði þar vinsæla síðu sem er með tæplega milljón fylgjendur.

„Ég byrjaði að spila á gítar þegar ég var 10 ára gömul eftir að hafa hlustað á Led Zeppelin í bílnum með pabba,“ segir á vefsíðu Sophie. „Vegna þess að ég var frekar utangarðs þá hafði ég mikinn tíma til að æfa mig og þetta hjálpaði mér að fá lausn undan raunveruleikanum um stund og hjálpaði mér að vinna á kvíða mínum og gaf mér sálarfrið.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sophie Lloyd (@sophieguitar_)

Machine Gun Kelly tilkynnti á Instagram í maí í fyrra að hann væri að bæta nýjum „vin“ í hljómsveit sína, en þá var hann að fara að hefja tónleikaferð.

„Leyndarmálið hefur verið afhjúpað“ Ég mun slást í för með Machine Gun Kelly á Mainstream Sellout tónleikaferðalaginu í ár,“ skrifaði Sophie á þeim tíma.

Sophie hefur spilað með Kelly síðan þá og lætur vel af samstarfinu. Hún segir að hljómsveitin sé eins og fjölskylda hennar og hún upplifir öryggi og þægindi með þeim. Hún elski líka að Kelly noti tónlistina sína til að segja sögur og koma skilaboðum á framfæri.

Sophie hefur undanfarin ár verið á föstu með trommuleikaranum Christopher Painter. Hann skrifað á samfélagsmiðla í tilefni af fimm ára sambandsafmæli þeirra í janúar í fyrra. „Þú nærð mér eins og enginn annar og hefur verið stoð mín og stytta í fimm frábær ár.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by The Painter (@painter_1989)

Samkvæmt Page Six hafa talsmenn Kelly. Megan og Sophie ekki brugðist við ítrekuðum fyrirspurnum miðilsins um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone