Fimm voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi. Fjórir af þeim hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Rannsókn málsins hefur staðið yfir undanfarnar vikur og lagði lögreglan hald á mikið magn fíkniefna við húsleitir í síðustu viku. Þar var um að ræða 7 kílógrömm af amfetamíni og um 40 kílógrömm af grasi.
Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa staðið að framleiðslu fíkniefna, sem og sölu og dreifingu þeirra.
Lögreglan minnir á upplýsingasíma lögreglu 800-5005 en þangað má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um.