Mason Greenwood mun ekki spila með Manchester United á þessari leiktíð og óvíst er hvað gerist í framtíðinni. Mirror heldur þessu fram.
United er að skoða mál Greenwood og rannsaka það eftir að lögreglan í Manchester felldi niður mál hans á dögnuum.
Greenwood hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum unnustu sinni en málið var látið falla niður . Frá því að lögregla hóf rannsókn hefur Greenwood ekki fengið að æfa eða spila með United. Félagið skoðar nú málið, gæti félagið tekið þá ákvörðun að rifta samningi hans.
Greenwood þénar 75 þúsund pund á viku til ársins 2025 og þyrfti United að greiða þá upphæð til framherjans sem er 21 árs gamall.
Framherjinn á að baki einn A-landsleik fyrir England en sá leikur kom gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Mason Greenwood won’t play for Manchester United this season due to the club's ongoing investigationhttps://t.co/JXlLiKZAL1
— Mirror Football (@MirrorFootball) February 14, 2023