Gengi Manchester United eftir að Cristiano Ronaldo fór hefur batnað til muna, ekkert lið á Englandi hefur sótt fleiri stig frá því að Ronaldo spilaði síðast fyrir United.
United rifti samningi Ronaldo eftir frægt viðtal hans við Piers Morgan þar sem hann gagnrýndi félagið harkalega.
United hefur sótt 23 stig í tíu leikjum en Brentford kemur þar á eftir en liðið hefur spilað tveimur leikjum minna.
Á sama tíma hefur Manchester City sótt sér 16 stig og Arsenal 17 stig. United situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.