fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Vilborg: „Enginn pabbi til að spyrja hvort geimurinn sé endalaus og hvort kisur fari líka til Guðs þegar þær deyja“

Eiginmaður Vilborgar Davíðsdóttur dó á þessum degi fyrir þremur árum

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Níundi febrúar í þriðja sinn. Þrjú ár frá morgninum þegar hann varp öndinni í síðasta sinn og sálin tók flugið út í óravíddir himingeimsins, laus við líkamann, þessa brothættu skel sem gat ekki haldið utan um hana lengur. Frjáls.“

Þetta skrifar rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir í hjartnæmri færslu á Facebook—síðu sinni þar sem hún minnist eiginmanns síns, Björgvins Ingimarssonar, sem lést á þessum degi fyrir þremur árum. Banamein Björgvins var krabbamein í heila.

„Ég horfði á jarðarfararmyndbandið í morgun í fyrsta sinn. Grét óskaplega en það var allt í lagi. Ég er í góðri æfingu við að gráta og veit að mér líður mun skár þegar tárin hafa fengið að streyma. Ást í fljótandi formi, tárin. Svo átakanlegt að sjá litlu Skottuna okkar, átta ára, í rauða kjólnum sínum, hnuggin og hallaði sér í kjöltu mína þegar söngurinn ómaði um kirkjuna. ,,Dag í senn, eitt andartak í einu …“
,,Já, ég veit að þetta er bara … búningurinn hans,“ sagði hún þegar ég minnti hana á að pabbi væri farinn inn í ljósið þótt líkaminn hans væri í kistunni fyrir framan okkur.“

Björgvin var 47 ára þegar hann lést, en tæp tíu ár eru síðan hann greindist með krabbamein í höfðinu. Staðsetning æxlisins, sem hafði vaxið utan um hippocampus, eða drekann í vinstra gagnaugablaðinu, var þannig að ekki var unnt að fjarlægja það allt, en hluti þess var fjarlægður með skurðaðgerð snemma árs 2007. Það var því viðbúið að meinið myndi taka sig upp aftur einhvern daginn sem raunin varð haustið 2012.

Vilborg minnist eiginmanns síns með hlýjum orðum en segir að missir yngstu dóttur þeirra sé mestur. „Minn missir og eldri barnanna minna tveggja er mikill en hennar enn meiri. Enginn pabbi til að segja frá afrekum dagsins eða vonbrigðum, uppgötvunum, nýjum skilningi. Enginn pabbi til að spyrja hvort geimurinn sé endalaus og hvort kisur fari líka til Guðs þegar þær deyja. Sem mun hvetja hana til dáða í gegnum lífið, verða vitni að áföngunum framundan: ferming, fyrsta ástin, menntaskólaútskrift, brúðkaup, barneign. Enginn pabbi til að hugga hana þegar Sigrún amma dó næsta vetur og Davíð afi sumarið eftir. Og litla Viktoría, dóttir Katrínar minnar og Steina, sem kom með loforðið um kærleikann og skildi eftir í lófum okkar þremur vikum síðar. Nú eru þrír mánuðir síðan hún dó. Þrisvar 333 dagar á milli þeirra, Björgvins og Viktoríu. Allt gerist þrisvar í ævintýrunum.“

Vilborg segir að þótt hún sé sorgmædd sé hún einnig þakklát, kærleikurinn vari.
,,Passaðu þig að deyja ekki,“ kallar Skottan stundum á eftir mér þegar ég er að fara út um dyrnar.
Tók myndir af sjónvarpsskjánum því ég á engar ljósmyndir frá jarðarförinni. Einkennilegt að sjá okkur, fólkið hans, með bakið í myndavélina, augun á kistunni sem sveipuð var fánanum. Blómaskreytingar til beggja handa, ein frá móðurfólkinu hans og önnur, rauðar rósir, frá stórfjölskyldunni minni. Fallegur krans með hvítum liljum var þarna líka, frá MH, þar sem hann kenndi sálfræði síðasta árið sitt í vinnu.
En þótt ég sé sorgmædd í dag og dánarafmælið færi með sér sárar minningar þá er hjartað samt fullt af þakklæti fyrir að fá að hafa verið samferða þessum manni í tæp tíu ár. Ljúfmenni, sagði séra Kalli í minningarorðunum. Já, ljúfmenni. Það var hann svo sannarlega.
Og kærleikurinn varir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð