Þetta er meðal þess sem athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og kynfræðingurinn Áslaug Kristjánsdóttir ræða um í nýjasta hlaðvarpsþætti ísdrottningarinnar, Krassandi konur.
„Breytingaskeiðið hvað gerist, er það bara hormónaháð að langa að stunda kynlíf? Samkvæmt léttri könnun hjá Krassandi konum á Facebook, þar sem hátt í 300 konur tóku þátt, virðast konur upplifa bæði minni áhuga á kynlífi og stór hluti engan mun eða jafnvel aukna kynlífslöngun,“ segir Ásdís Rán um þáttinn.
„Niðurstöður könnunarinnar sýndu að eftir fertugt fundu um 18 prósent kvenna engan mun á kynlífslöngun, 16 prósent fundu aukna kynlífslöngun og 44 prósent fundu fyrir minni kynlífslöngun,“ segir hún.
„Hvað veldur mögulegu áhugaleysi á kynlífi eftir fertugt, er það bara estrógen skortur eða er það lífið sjálft? Áföll, skilnaðir, áhugaleysi á maka og fleira?“
Horfðu á þáttinn hér að neðan. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify.