Það er rosalegur leikur í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar þýska stórliðið FC Bayern heimsækir PSG.
Bæði lið eru líkleg til þess að vinna þessa sterkustu keppni í heimi en PSG hefur glímt við meiðsli síðustu vikur. Bæði Lionel Messi og Kylian Mbappe eru tæpir fyrir leikinn.
Erlendir miðlar telja að Messi sé klár í að byrja leikinn en að Mbappe byrji á meðal varamanna. Hér að neðan eru líkleg byrjunarlið.
Paris Saint-Germain:
Donnarumma; Hakimi, Marquinhos, Ramos; Mendes; Ruiz, Pereira, Verratti; Soler; Messi, Neymar
FC Bayern:
Sommer; Cancelo, De Ligt, Upamecano, Davies; Kimmich, Goretzka; Sane, Musiala, Coman; Choupo-Moting