Sampdoria og Inter gerðu jafntefli í Serie A á Ítalíu í kvöld.
Gestirnir frá Mílanó voru líklegri að koma boltanum í netið en tókst ekki að nýta færin.
Lokaniðurstaðan varð markalaust jafntefli.
Inter er í öðru sæti deildarinnar með 44 stig, fimmtán stigum á eftir Napoli.
Sampdoria er í miklum vandræðum, átta stigum frá öruggu sæti.