fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Leiðtogi Wagner er vaxandi ógn – Sumir í Moskvu eru sagðir óttast hann

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 06:50

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðilar í efstu þrepum rússneska valdapýramídans vilja ekki heyra meira um Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner-málaliðahópsins, né málaliðana. En málaliðarnir þegja ekki.

Ef einhver bað Prigozhin nýlega um að láta lítið fyrir sér fara þá er ekki að sjá að hann fari eftir því.

Á nokkrum mánuðum hefur Prigozhin, sem hefur oft verið nefndur „Kokkur Pútíns“, breyst úr því að vera mjög leyndardómsfullur og hlédrægur yfir í að koma reglulega fram í fjölmiðlum og á Telegramrásum rússneskra herbloggara.

Að undanförnu hafa borist fregnir af því að Prigozhin tengist nú valdabaráttu í Moskvu. Á laugardaginn birti Telegramrásin Grey Zone skjal sem bendir til að Prigozhin eigi valdamikla óvini í Kreml. Þetta eru óvinir sem telja að hann eigi að hafa hægt um sig.

Umrætt skjal virðist vera afrit af fyrirmælum varnarmálaráðuneytisins til fjölmiðla um hvernig á að fjalla um stríðið í Úkraínu. Í því segir að varðandi umfjöllun um stríðið í fjölmiðlum og á Internetinu sé nauðsynlegt að hætta alfarið að fjalla um Wagner-hópinn og Prigozhin. Einnig eru settar fram hugmyndir um hvað sé hægt að skrifa um í staðinn fyrir Wagnerhópinn. Stungið er upp á orðum eins og „árásarhópur“, „sjálfboðaliðar úr árásarhópum“, „rússneskir fallhlífahermenn“, „fallhlífahermenn“ og fleira í þessum dúr.

Einnig er lögð áhersla á það í skjalinu að Prigozhin fái ekki umfjöllun. „Ekki hafa neitt eftir Prigozhin um hina sérstöku hernaðaraðgerð í Úkraínu, hvorki í fjölmiðlum né á Internetinu,“ stendur í skjalinu.

Sergei Markov, sem er rússneskur stjórnmálaskýrandi og stuðningsmaður Pútíns, staðfesti um helgina að reynt sé að halda Prigozhin niðri. Hann ræddi við The New York Times og sagði að þáttastjórnendum og gestum í rússnesku sjónvarpi hafi nýlega verið sagt að ekki megi ræða of mikið um Priogzhin og Wagnerhópinn.

Hann sagðist telja að einhverjir í Moskvu óttist að Prigozhin fái of mikil völd. „Þeir virðast ekki vilja fá hann inn í pólitík því hann er svo óútreiknanlegur. Þeir óttast hann svolítið,“ sagði Markov.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“