fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Wagnerliðar segja frá hryllingnum í fremstu víglínu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 05:35

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fyrrum liðsmenn Wagner-málaliðahópsins, sem berst við hlið rússneska hersins í Úkraínu, ræddu nýlega við CNN. Mennirnir voru teknir höndum af úkraínska hernum þegar þeir börðust í Donbas seint á síðasta ári.

Af öryggisástæðum koma mennirnir ekki fram undir nafni í viðtalinu. Í því segja þeir meðal annars að þeir málaliðar, sem hlýddu ekki skipunum, hafi samstundis verið skotnir af yfirmönnum sínum.

Þeir segja einnig frá gríðarlegu mannfalli í „fyrstu bylgju árása“ og má líkja þessum lýsingum við lýsingar á því sem gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni.

„Við vorum 90. 60 dóu í fyrstu árásinni, drepnir með sprengjuvörpuskothríð, og margir særðust. Ef einum hóp mistókst, þá var annar strax sendur. Ef öðrum hópnum mistókst, var enn einn hópurinn sendur,“ segir annar mannanna um misheppnaða árás Rússa við Lysytjansk.

Báðir segjast þeir hafa verið fengnir til liðs við Wagner þegar þeir sátu í fangelsi síðasta haust. Báðir segjast þeir sjá eftir að hafa gengið til liðs við Wagner.

Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að 40.000 til 50.000 fangar hafi verið fengnir til liðs við Wagner.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“