Sjónvarpsþátturinn 433.is er á dagskrá Hringbrautar öll mánudagskvöld. Í þetta skiptið fékk Lengjudeild karla nóg pláss en einnig var farið yfir svakalega viku sem er framundan í Evrópuboltanum.
Kódrengir voru til að mynda til umræðu. Framtíð félagsins er í lausu lofti. Sem stendur mun það taka þátt í Lengjudeildinni í sumar.
FH á í viðræðum um að taka yfir félagið. Ef það gengur ekki eftir tekur Ægir líklega sæti Kórdrengja í deildinni.
„Þetta staðfestir fyrir manni það sem maður hefur heyrt um hversu mikilvægur Davíð Smári var. Hann gegndi öllum störfum þarna,“ segir íþróttablaðamaðurinn Aron Guðmundsson í þætti kvöldsins.
„Mér finnst í raun skandall að þessu sé leyft að ganga svona langt. Við erum komnir inn í Lengjubikarinn núna og það er ekki klárt hvort liðið verði með í Lengjudeildinni í sumar.
Ég ætla ekki að kenna KSÍ um þetta en það þarf greinilega að fara í einhverja reglugerðarbreytingu. Að leyfa þessu að dragast fram í miðjan febrúar ætti ekki að þekkjast.“
Umræðuna og þáttinn í heild má sjá hér að neðan.