Stuðningsmenn Barcelona hafa fengið slæmar fréttir fyrir stórleikinn gegn Manchester United í Evrópudeildinni í vikunni.
Liðin mætast í umspili um það að komast í 16-liða úrslit keppninnar.
Fyrri leikurinn fer fram á Nývangi á fimmutdag og seinni leikurinn á Old Trafford viku síðar.
Það er hins vegar útlit fyrir að Börsungar verði án miðjumannsins Sergio Busquets í leiknum.
Busquets hefur verið að glíma við meiðsli og nær ekki fyrri leiknum gegn United.
Það er hins vegar stefnt að því að hann spili eitthvað gegn Cadiz í La Liga um helgina og verði svo alveg klár í seinni leikinn gegn United á Old Trafford.
👉 Busquets, descartado para el partido del jueves ante United. La idea es que tenga minutos el domingo contra el Cádiz y llegue en las mejores condiciones a Old Trafford. Ampliamos en @QueThiJugues
— Adrià Albets (@AdriaAlbets) February 13, 2023