fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Eru geimverurnar að koma? Netheimar fóru á hliðina eftir „óþekktu hlutanna“ sem voru skotnir niður

Pressan
Mánudaginn 13. febrúar 2023 17:30

Fela þær sig bara innan um okkur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu daga hafa ítrekað borist fregnir þess efnis að „óþekktir hlutir“ hafi verið skotnir niður í lofthelgi Bandaríkjanna og Kanada. Ekki er fyllilega ljóst hvers konar hluti er um að ræða þó flestir hafi giskað á að þarna sé um njósnabelgi að ræða, líklega frá Kína. En svo eru líka þeir sem hugsa, hvað ef? Hvað ef þetta eru í alvörunni fljúgandi furðuhlutir og loks sé heimurinn að fá upplýsingar um vitsmunalíf á öðrum plánetum?

Washington Post greinir frá því að hershöfðinginn bandaríska flughersins, Glen VanHerck, segi að hann ætli að láta öðrum eftir að finna út hvers eðlis óþekktu hlutirnir séu, persónulega útiloki hann ekkert.

„Á þessum tímapunkti erum við að meta alla ógn eða mögulega ógn, óþekkta, sem nálgast Norður Ameríku, og reyna að bera kennsl á hana.“

Bandaríska varnarmálaráðuneytið, oftast kallað eftir höfuðstöðvum sínum – Pentagon – sagði í gær að hlutur sem hafi verið skotin niður við landamæri Bandaríkjanna og Kanada hafi verið átthyrndur.

Annar embættismaður úr varnarmálaráðuneyti sagði í skjóli nafnleyndar að herinn hefði ekkert séð þó til að benda til þess að hlutirnir sem um ræðir séu ekki manngerðir.

VanHerck segir þó að það sé ástæða fyrir því að ekki hafi verið talað um njósnabelgi hingað til heldur sé talað um óþekkta hluti. Hluturinn hafi farið mjög hægt yfir og varla sést á ratsjám og því óvíst sem stendur hvernig hluturinn hélst á lofti.

Auðkýfingurinn og forstjóri TwitterElon Musk, virðist spenntur fyrir þeim möguleika að um geimverur sé að ræða.

Fleiri virðast sannfærðir um að geimverur séu loksins að gera vart við sig, aðrir hafa notað tækifærið og hent í brandara og enn aðrir telja að bandarísk yfirvöld séu viljandi að gefa geimverukenningunni byr undir báða vængi til að draga athyglina frá öðrum málum.

Að öllum líkindum er hér um að ræða einhvers konar njósnabelgi og munu skýringar líklega fást á næstu dögum enda er sannleikurinn þarna úti, eins og segir í frægum sjónvarpsþáttum, þó líklega hafi þar verið vísað til þess að sannleikurinn væri staðfesting á tilveru geimvera, en ekki staðfesting á að ekki sé um slíkt að ræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi