Elon Musk, næst ríkasti maður í heimi er einn þeirra sem skoðar nú að leggja fram tilboð í Manchester United. Daily Mail segist hafa heimildir fyrir þessu.
Musk sem er eigandi Teslu og Twitter er sagður skoða það alvarlega að leggja fram tilboð. Talið er að United muni seljast fyrir um 4,5 milljarða punda.
Glazer fjölskyldan sem vill selja United gefur aðilum til föstudags að leggja fram tilboð.
Bloomberg segir frá því að aðilar frá Katar muni á allra næstu dögum leggja fram tilboð í Manchester United. Jim Ratcliffe hefur látið vita að hann vilji kaupa félagið og er búist við að þessi ríkasti maður Bretlands muni leggja mikið á sig til að félagið.
Þá eru fjársýslumenn frá Bandaríkjunum sagðir skoða tilboð en aðilar hafa getað skoðað bókhald United undanfarnar vikur.