Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, var ekki hrifinn af hálfleiksatriði Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) í ár, en hann hefur reyndar ekki miklar mætur á söngkonunni Rihönnu sem var með sýninguna í ár.
Fyrir nokkru sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth Social: „Án stílistans síns væri hún Ekkert. Allt slæmt og engir hæfileikar.“
Þetta gæti þó eitthvað tengst því að Rihanna verður seint kölluð aðdáandi Trump. Hún spreyjaði Fuck Trump á vegg árið 2020 og ári áður kallaði hún Trum „andlegasta veika mann í Ameríku,“ í viðtali við Vogue.
Því kom það engum á óvart að Trump gaf Rihönnu falleinkunn eftir Ofurskálina.
Forsetinn fyrrverandi skrifaði á Truth Social:
„Epískur feill: Rihanna var með, án efa, versta hálfleiksatriði í sögu Ofurskálarinnar. – Þetta kemur eftir að hún móðgaði hálfa þjóðarinnar sem er nú þegar í mikilli hnignun með ljótu og móðgandi orðbragði sínu. Eitthvað hefur nú orðið um „stílistann hennar“.
Rihanna var með 13 mínútna sýningu þar sem hún flutti brot af sínum stærstu slögurum, og ekki nóg með það heldur gerði hún það ólétt af sínu öðru barni. Hún gerði þetta líka allt ein á meðan það hefur verið hefðin í gegnum tíðina að tónlistarfólk, sem sér um sýninguna, fær til sín þekkta gesti til að syngja með þeim. Slíkan liðsauka þurfti Rihanna þó ekki, og ljóst er að ekki eru allir á sama máli og forsetinn fyrrverandi, ekki frekar en fyrri daginn.