Í verkefni A-landsliðs karla í janúar var Arnar Þór Viðarsson þjálfari liðsins með míkrafón á sér á einni æfingu.
KSÍ birti í dag myndband af því í fullri lengd þar sem hægt er að sjá bak við tjöldin.
Landsliðið fór til Portúgals í janúar en í mars hefur liðið leik í undankeppni EM 2024.
Hér að neðan má sjá Arnar Þór með míkrafón á sér á æfingu landsliðsins.