fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Fetta fingur út í kirkjugarða landsins fyrir að trassa ársreikningaskil

Eyjan
Mánudaginn 13. febrúar 2023 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisendurskoðun hefur birt yfirlit úr ársreikningum kirkjugarða fyrir árið 2021 en þar má finna harða gagnrýni í garð kirkjugarða landsins.

Í skýrslunni segir:

„Skil ársreikninga kirkjugarða hafa farið stigversnandi síðastliðin ár og eru að mati Ríkisendurskoðunar óviðunandi. Skilin voru um 76% vegna rekstrarársins 2020 og um 82% vegna rekstrarársins 2019.“

Í skýrslunni kemur fram að í lok desember á síðast ári hafi Ríkisendurskoðun borist ársreikningar frá 128 kirkjugörðum af 237, vegna ársins 2021 og þar með hafi 54 prósent ársreikninga borist rúmum sex mánuðum eftir eindaga skila.

„Þá bendir Ríkisendurskoðun á að kirkjugarðsgjöld vegna þeirra kirkjugarða sem skiluðu ársreikningi vegna rekstrarársins 2020 námu 998.586.351 kr. en eru í innkomnum ársreikningum fyrir rekstrarárið 2021 samtals 394.932.534 kr. Skýringuna má rekja til þess að lang stærsti kirkjugarður landsins, Kirkjugarðar Reykjavíkur, sem voru með um 60% af kirkjugarðsgjöldum vegna rekstrarársins 2020 hafa ekki skilað ársreikningi fyrir 2021.“

Kirkjugarðsstjórnun er skylt að senda ársreikninga kirkjugarða næstliðins árs til Ríkisendurskoðunar fyrir 1. júní ár hvert.

Nánar má kynna sér málið hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“