Leikarahjónin Blake Lively og Ryan Reynolds eru búin að eignast fjórða barn sitt. Á mynd sem Lively birti af þeim í gær ásamt móður Reynolds má sjá að hún er búin að eiga, en hjónin hafa ekki enn birt mynd af barninu eða tilkynnt fæðinguna og ekki er vitað um kyn barnsins.
View this post on Instagram
Fyrir eiga hjónin þrjár dætur, Betty, þriggja ára, Inez, sex ára og James átta ára.
Í stað mynda af nýja fjölskyldumeðlimnum birti Lively myndir af réttunum sem hún útbjó fyrir Super Bowl sem fram fór í gær: „Puppy Bowl sunnudagur 2023. Er búin að vera upptekin.“