fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Breytir um starfsferil í kjölfar MS-greiningar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 13. febrúar 2023 12:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Christina Applegate hefur greint frá áformum sínum um að skipta um starfsferil í kjölfar þess að hún greindist með MS-sjúkdóminn. Leikkonan greindist með MS árið 2021 og tók sér nokkurra mánaða frí frá vinnu, áður en hún lauk tökum á þriðju og síðustu þáttaröð Netflix, Dead To Me. 

Í viðtali nýlega við Los Angeles Times segir Applegate frá því að framvegis hafi hún hug á að einbeita sér að talsetningu, framleiðslu og hugmyndavinnu til að geta aflað tekna og framfleytt sér og dóttur sinni og tryggt þeim samastað. Núna gæti ég ekki hugsað mér að fara á fætur klukkan 5 og eyða 12 til 14 klukkustundum á tökustað. Ég get það ekki eins og staðan er.

Applegate gaf einnig til kynna að Screen Actors Guild verðlaunin, sem haldin verða 26. Febrúar, verði síðasta verðlaunahátíðin sem hún mætir á. Þar er hún tilnefnd fyrir besta leik í aðalhlutverki, eða eins og það heitir hjá SAG, framúrskarandi frammistaða leikkonu í gamanþáttum.

Mynd: Getty

Í viðtali við The New York Times talaði Applegate um að hún yrði að sætta sig við þá staðreynd að líkamlegt ástand hennar myndi að öllum líkindum ekki batna.

„Staðan var svona: „Jæja, við skulum gefa henni lyf svo henni batni. En mér mun ekki batna. En þetta var samt gott fyrir mig. Ég þurfti að meðtaka hvaða áhrif greiningin hefði á líf mitt og hvernig ég tapaði hluta af sjálfri mér. Þannig að ég þurfti tíma.

Hún segir að henni hafi fundist mikilvægt að klára Dead To Me á hennar forsendum. Framleiðendur hafi lýst því yfir að hægt væri að hætta frekari tökum. Ég hafði skyldum að gegna. Þannig að ég sagði þeim að við myndum klára tökur, en við ætlum að gera það á mínum forsendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram