Gary Neville sérfræðingur Sky Sports var léttur í lund eftir leik Manchester City og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær.
City vann góðan og sannfærandi sigur en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að enska úrvalsdeildin ákærði félagið.
Enska deildin ákærði City fyrir 115 brot á reglum um fjármál en ítarleg rannsókn hefur staðið yfir í fjögur ár. City heldur fram sakleysi sínu en óháð nefnd mun á næstunni fara yfir málið.
Kelly Cates þáttastjórnandi á Sky í gær kynnti dagskrá kvöldsins eftir leikinn og þar var kvikmyndin. „Við erum ekki alveg hér, Man City,“ sagði Cates en um er að ræða tilvitnun í frægt City lag.
Um leið Cates hafði sleppt orðinu þá sagði Neville. „Verða kannski ekki hérna eftir nokkur ár,“ sagði Neville og vitnaði þá í það að ein af mögulegum refsingum á City er að félagið verði dæmt úr deildinni.
Micah Richards fyrrum leikmaður City var með í hljóðverði og hafði ekki gaman. Sjáðu þetta hér að neðan.
Great ending here… “we’re not really here” 🥶 @GNev2 pic.twitter.com/wPFIDPCF7g
— Shannon Ferber (@Ferbes20times) February 12, 2023