Howard Webb yfirmaður dómari í ensku úrvalsdeildinni hefur boðað til neyðarfundar á morgun þar sem farið verður yfir stöðuna.
Dómarar á Englandi áttu vonda helgi þar sem VAR tæknin virkaði illa og mistök voru gerð.
Líklega voru stærstu mistökin gerð þegar Brentford jafnaði gegn Arsenal. Lee Mason sem var í VAR herberginu gleymdi þá að teikna línu þar sem leikmaður Brentford var rangstæður í jöfnunarmarkinu.
Webb hefur nú þegar beðið Arsenal afsökunar en þessi mistök Mason gætu haft veruleg áhrif á í titilbaráttunni.
Algjörlega löglegt mark var svo tekið af Brighton í leik gegn Crystal Palace sem endaði með 1-1 janftefli.
Fleiri stór mistök voru gerð um helgina og hefur Webb boðað alla dómara í deildinni á fund í vikunni þar sem farið verður yfir stöðu mála og hvernig þeir geta reynt að bæta ráð sitt.