Þú hefur eflaust heyrt um fólk sem dó á meðan það var á skurðarborðinu en vaknaði síðan aftur til lífsins og lýsti undarlegri upplifun sinni á meðan það var dáið.
Tina Hines er ein af þessum manneskjum. Hún fékk hjartaáfall í febrúar 2018. Eiginmaður hennar, Brian, reyndi að endurlífga hana en án árangurs.
LadBible segir að á leiðinni á sjúkrahús hafi sjúkraflutningsmönnum tekist að endurlífga hana sex sinnum en í heildina hafi hún verið dáin í 27 mínútur.
Þegar búið var að barkaþræða hana á sjúkrahúsinu komst hún til meðvitundar. Það fyrsta sem hún gerði var að biðja um blað og pennar til að hún gæti skrifað skilaboð til fjölskyldu sinnar.
Hún skrifaði illlæsilegan texta „it‘s real“ (þetta er raunverulegt). Þegar hún var spurð hvað væri raunverulegt, kinkaði hún kolli upp á við. „Þetta var svo raunverulegt, litirnir voru svo lifandi,“ sagði hún í samtali við Azfamily.com.
Hún sagðist einnig hafa séð veru sem hún telur vera Jesú.
Upplifanir af þessu tagi eru í sjálfu sér ekki sjaldgæfar. Rannsóknir hafa leitt í ljós að flestir muna ekkert eftir þeim tíma sem þeir voru dánir en 10-20% muna eitthvað eftir þeim tíma.
Rannsókn, sem vísindamenn við University of Michigan, gerðu á rottum 2013 sýndi að virkni heilans var meiri rétt fyrir dauðann en venjulega þegar rotturnar voru vakandi. Dr Jimo Borjigin, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að margir telji að heilinn sé óvirkur eða vanvirkur eftir að fólk er klínískt látið en það sé svo sannarlega ekki þannig. „Ef eitthvað, þá er hann miklu virkari á meðan dánarferlið stendur yfir en þegar við verum vakandi,“ sagði hann.